Hér má lesa rugl eftir mig

12 desember 2006

Prufung mit Sahne

Já góðan daginn góðir hálsar

Nú sit ég hér fyrir framan skjáinn og drekk kaffi því ég nenni ekki að byrja að lesa jarðvegsfræði. Prófatíminn er nefnilega hafinn með allri sinni gleði. Í morgun var æsispennandi tilraunafræðipróf og framundan er svo jarðvegsfræðin. Þegar henni verður allri lokið er það svo bara blessuð dýrafræði hryggleysingja sem rekur lestina. Gleði gleði.

Þrátt fyrir þau leiðindi sem fylgja prófunum hafa leiðindin sem fylgja vali og kaupum á jólagjöfum verið leyst. Við ástmaður minn fórum nefnilega í höfuðstaðinn á föstudaginn og leystum málið á um það bil 4 klukkustundum. Mettími að mínu mati og þá sérstaklega í ljósi þess að ekki var búið að ákveða nærri allt fyrirfram. Annað stórmerkilegt er að við erum búin að senda jólaakkana sem fara eiga til Danaveldis af stað til síns heima og það áður enn fresturinn fyrir ,,pakka til Evrópu fyrir jól" rennur út (það er í dag reyndar og þeir voru sendir í gær).
Og þetta er ekki allur dugnaðurinn. Á laugardaginn tóku við okkur til og þrifum hátt og lágt í íbúðinni en það höfðum við ekki gert svona í einni skorpu áður. Ég þreif meira að segja ofninn sem ekki hafði verið þveginn síðan einhverntíma (ég hafði allavega aldrei þrifið hann). Þá komst ég að því að glugginn sem maður horfir í gegnum inn í ofninn er ekki gulbrúnn í raun, hann er glær - gaman að komast að svona.

Jæja spurning um að hella sér í lestur Bændablaðsins.

Orð dagsins er grómur.
En það þýðir: 1 Óhreinn, 2 tilgerðarlegur eða 3 nákvæmur.
Dæmi: 1. Axel var grómur um munnin eftir að hafa skóflað í sig beikonvafinni önd.
2. Guðni var afar grómur er hann heilsaði Dorrit Mússajeff.
3. Þekjumat vallarfoxgrass var afar grómt enda framkvæmt af Ríkharð Brynjólfssyni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim