Hér má lesa rugl eftir mig

04 desember 2006

Spáný staðsetning

















Takk takk ég tek hamingjuóskum ykkar varðandi nýju staðsetninguna með þökkum.

Það ber helst að nefna að ég er búin að setja upp báðar jólaseríurnar mínar og raða öllu jólaskrautinu (sem samanstendur af fimm hlutum) okkar Mads á fallega staði - semsagt rífandi jólastemning að Hvanneyrargötu 2.

Ástmaður minn varð sér út um helming af belju í sumar og var þessum kostagrip slátrað á fimmtudaginn. Helgin fór því í kjötskurð, hökkun og svo ritgerðaskrif um skötuorma.

Í tilefni nýju staðsetningarinnar ætla ég að koma upp föstum lið þegar því verður komið við. Það er orð dagsins. Í lok hverrar færslu verður eitthvað orð sem ég finn í nýjustu útgáfu íslenskrar orðabókar útskýrt og jafnvel nefnd dæmi um hvernig nota má það í daglegu máli.

Orð dagsins
Sálifa
orðið þýðir munnvatn á fornu ellegar úreltu máli
dæmi um notkun: Eftir að Einar var sofnaður lak út úr honum sálifa niður á svæfilinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim