Hér má lesa rugl eftir mig

05 janúar 2007

Jólaannáll.

Jæja nú eru jólin alveg að verða búin og nýtt ár komið ágætlega af stað. Til hamingju með það.

Eftir stranga prófatörn í desember komst ég loks í jólafrí. Með fyrstu verkum var að þrífa svolítið til á Árgarði og tók ég að mér þvottahúsið, geymsluna og forstofuna. Þar var skúrað og skrúbbað og allt varð gott að lokum. Þegar öllu þessu var lokið hélt ég heim á leið á drossíunni minni með viðkomu í höfuðstaðnum. Þar skilaði ég af mér einni jólagjöf og keypti svo jólagjöf handa ástmanni mínum; stjórnbúnað á hest. Svo ók ég eina leiðinlegustu leið á Íslandi, Hellisheiði, á Selfoss. Þar skilaði ég af mér annarri jólagjöf og ók svo eins og druslan dró upp að Brúarhlöðum en þar voru gríðarlegir vatnavextir sem mig fýsti að sjá.

Brúin yfir Hvítá við Brúarhlöð í vatnavöxtunum. Venjulega eru nokkrir metrar niður í vatnsborðið

Jólafríið var svo alveg hreint ágætt. Ég eyddi tímanum í að pússa sófaborðið okkar og fleira uppbyggjandi s.s. að gefa rollunum og aðstoða mína sælu móður við heimilsstörfin. Jólagjafirnar voru gríðar margar þetta árið, enda bæði foreldrar mínir og tengdaforeldrar fráskildir. Sem dæmi um jólagjafir vil ég nefna;

Sokka frá ömmu og afa
Prjóna, helklunálar og fleira í þeim dúr frá mömmu og Sæsa
Teymingargjörð og hitamæli (ekki rassa) frá Mads
Hjartalaga sílikonkökuform frá móðursystur hans Mads
Þæfða veggmynd af bílnum mínum frá Bjarna bróður
Hleðsluborvél frá Húsum og stigum

Saman fengum við Mads svo ýmsa hluti;
Gjafabréf í ýmsar búðir frá Svani bróður pabba
Skálasett frá Eiríki bróður mömmu
Hraðsuðuketil og vaggandi jólafólk frá Afa og Ásu

Og margt fleira.

Sem sagt gríðarlegt gjafaflóð og mikil gleði og hamingja.










Skallinn á mér og smettið á Mads í banajólastuði á aðfangadagskvöld

Áramótin voru róleg að vanda, lítið um sprengingar og áfengisdrykkju.

Mads fór svo aftur að Hvanneyri á nýársdag enda þurfti maðurinn að mæta í vinnu 2. jan.
Ég kom svo að Hvanneyri í gær og vann það þrekvirki að aka ein og óstudd í bóksölu stúdenta og versla þar eina bók, skrúfblýant og möppu. Takk fyrir takk.

Nú er ég hinsvegar að hugsa um að baka hjónabandssælu í hjartaforminu mínu.

Orð dagsins sögnin; að fjolla
En það er gamalt mál og þýðir; daður eða lauslegt ástarsamband.

Dæmi: Helgi fjollaði við Helgu meðan þau snæddu ostrur. Smári og Einar fjolluðu saman um tíma

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim