Hér má lesa rugl eftir mig

22 febrúar 2007

Rjómablíða

Góðan dag

Að vanda hef ég verið heldur löt við að skrifa hér.

Heilsuleysi hefur gert vart við sig á mínu heimili hér á Hvanneyri. Við Mads, og fleiri reyndar, höfum þjáðst af kvefi með hósta, hori og slappleika síðustu vikurnar – unaðslegt. Þetta er reyndar allt að skána og eru flestir að mestu leyti risnir úr rekkju og snúnir til fyrri starfa.

Annars er nú mest lítið að frétta og slúðrið í lágmarki en vonir standa til að eitthvað gerist krassandi á grímuballi sem halda skal á Indriðastöðum annað kvöld. En talandi um grímuball þá var einmitt öskudagur í gær og lögðu nokkrir sönglandi sníkjupúkar leið sína á Árgarð. Tveir þeirra voru reyndar með eldra móti en áhuginn fyrir athygli var síst minni en hjá þeim sem yngri voru.

Ég fór út áðan til að eiga stund með bílnum mínum, Daihatsu Rocky, sem þið þekkið nú líklega mörg. Þar rakst ég á fyrsta skráningarskírteinið hans og er það frekar fróðleg lesning. Þar stendur nefnilega; Notkun: Torfærubifreið.


Orð dagsins: að svarfla
Það þýðir 1: rugla, færa úr lagi, kollvarpa, eyða. 2: ræna, fara ránshendi um.

Dæmi: 1: Silja svarflaði hárgreiðsluna er hún barði hausnum við steininn. 2: Meydómi er gjarnan svarflað af óprúttnum mönnum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim