Hér má lesa rugl eftir mig

17 mars 2007

Mánuðurinn mars.

Jæja þá er kominn mars. Loksins...

Alltaf nóg að gera. Prófatörn nýlega lokið og er það gott enda voru prófin að þessu sinni í frekar leiðinlegum fögum; hagfræði og plöntulífeðlisfræði. Nú eru fögin lítið eitt áhugaverðari og manni flýgur jafnvel í hug að maður geti haft not af þeim í framtíðinni... Ekki er þó óhætt að fullyrða um það.

Nokkrir gleðilegir hlutir hafa átt sér stað undanfarið.

Til dæmis var próflokum fagnað með nokkrum krökkum með því að fara í sundferð, á töltkeppni og í heimsókn á helstu bæi í nærsveitunum. Það var að mörgu leyti ákaflega skemmtilegt.

Um síðustu helgi héldum við ástmaður minn svo á mínar heimaslóðir til að sæka tvö stykki hross. Þau eru nú komin í Borgarfjörðinn heilu og höldnu og veita mér tilefni til að gera eitthvað annað en að læra svo sem eins og einu sinni á dag.

Gæðingurinn Pjakkur

Í fyrrakvöld var svo loksins fjárhúsgrill eftir langt hlé. Þangað mætti slatti af fólki og grillaði sér hvaðeina sem hugurinn girntist og dreypti á ýmiskonar veigum. Þegar leið á kvöldið var haldið á barinn og svolítið meira drukkið, sungið og trallað. Ég skemmti mér konunglega og til allarar hamingju var ég nánast ekkert ,,lasin” daginn eftir.

Suma lætur maður bara ekki bendla sig við....


Minningu Sigga Frigg haldið á lofti.

Orð dagsins er: Kynósa
En það þýðir: að vera gegnsýrður af kynlífshugsunum og -atferli.
Dæmi: Drengurinn sannaði það á dögunum að hann er gjörsamlega kynósa

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim