Hér má lesa rugl eftir mig

02 október 2007

Sögur af landi

Jæja komiði nú sæl

Langt orðið síðan eitthvað var skrifað hér af viti. Vonin til þess að hér sjáist nokkuð af viti er náttúrulega frekar veik í ljósi þess að ég er sjálf með fremur takmörkuðu viti. En það er annað mál.

Lítið hefur verið í gangi síðan síðast, mest megnis ritgerðaskrif og þessháttar skita með tilheyrandi pirringi og leiðindum. En nú sér brátt fyrir endann á því og við taka hin sívinsælu og bráskemmtilegu próf. Vííí ég get varla beðið.

En tökum upp léttara hjal.
Nokkuð hefur gengið á í skemmtanalífinu hérna á Hvanneyri tildæmis var á dögunum grill á vegum Grana. Þangað var ágætlega mætt og var almenn ölvun - sem er vissulega gott.
Formaður Grana brá ekki út af vananum við poolborðið og setti sig í allar hinar réttu stellingar

Steingrímur gleymdi sko ekki sjarmanum heima þetta kvöld...

Þetta var hin fínasta skemmtun og held ég bara að langflestir hafi verið sáttir við kvöldið þó svo að einhverjir hafi fundið fyrir ógleði daginn eftir...

Einhverntíma fékk Bogga þá flugu í höfuðið að gaman gæti verið að halda náttafatapartý á Árgarði. Þetta komst í framkvæmd á fimmtudaginn var og var hér mikið af fólki, lítið af fötum og töluverð ölvun á að minnsta kosti sumum.
Bændadeildardrengirnir sýndu hvað í þeim býr í náttfatapartýinu.

Rebekka og Snædís voru í banastuði

Silja sýndi sýnar bestu hliðar ...

Flestir partýgestir fóru svo á barinn er líða tók á kvöldið en komu aftur eftir lokun tvíelfdir og skemmtu sér fram eftir nóttu við drykkju og stóðlífi.
Morguninn eftir fór svo minn gríðarstóri bekkur (og Valþór) í skólaferð á norðurland þar sem við kynntum okkur ýmiskonar búskap og veðursældina í Húnavatnssýslum. Fólk var mishresst (hóstsiggahóst) til að byrja með en allir komust heilir heim.

Valþór og Birta virða fyrir sér kró í fjárhúsinu á Hjallalandi

Einnig var kíkt inn í eggjabúið á Efri-Mýrum í Refasveit... (Mynd ekki þaðan)

Steingrímur og norðlenskur ráðunautur kanna heygæðin á Hlíðarenda í Óslandshlíð.

Allir á Syðra-Skörðugili sýndu af sér mikla kæti og var þessi minkur engin undantekning

Þetta fer nú að verða gott í bili.

Orð dagsins: Gersta (so)
Orðið þýðir: styggja, ýfa, espa.
Dæmi: Lítið þarf til að gersta Helga. Aldur kvenanna gersti ekki ungu drengina.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim