Hér má lesa rugl eftir mig

16 janúar 2008

Ógnarlangur tími er liðinn

Komiði sæl
Sennilega hefur ekki farið framhjá mörgum að það er komið spánýtt ár, árið 2008. Hver hefði búist við því að þetta ár kæmi nokkurn tíma... ég áttaði mig á væntanlegri komu þess í fyrra. Fyrir þann tíma hafði ég bara ekki pælt neitt í því... en allavega það er hér.
Nema hvað.
Síðan síðast hefur eflaust margt merkilegt en ég man svo sem ekkert af því núna. Ég man reyndar að ég eyddi jólunum með föður mínum öldruðum og einnig áramótunum.

Pabbi á jólunum

Kom svo á Hvanneyri þann 6. janúar. Þá var kominn nýr íbúi á Árgarð í stað Boggu, Helga María... nú eru liðnir réttir 10 dagar og ég hef þegar vanist henni ágætlega.
Nú eru stórviðburðir í nánd s.s. afmæli fjölda fólks og hin stórmagnaða Hreðjarsferð. Helstu afmæli eru: afmæli Helgu Maríu á morgun (17. janúar),

Helga á spjalli við Maríus í Hreðjarsferð í janúar 2007

afmæli Bergþóru á föstudag (18. janúar),

Bergþóra (nær) og Vala í Mexíkó 2005

afmæli mömmu gömlu (25. janúar)

Mads og mamma á þorrablóti í janúar 2007

og svo afmæli Birtu (9. febrúar).

Helga, Birta og Mads á barnum í haust

Hreðjarsferðinni er heitið á Strandir og í Dali og er gert ráð fyrir geypilegu fjöri.
Þar til næst, verið æst (haha aulalegur orðaleikur)


Orð dagsins er: Svás (skáldamál)
Orðið þýðir: hlýr, blíður, kær, viðfelldinn/þægilegur, ljúffengur.
Dæmi: Jakkinn er svás. Mads er mér svás. Pottrétturinn var svás.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim