Hér má lesa rugl eftir mig

16 nóvember 2009

Endurhlaðið

Sæl á ný

Nú er svo komið að ég hef gefið hinni svo kölluðu smettisskruddu (e. facebook) leyfi vegna þess hve ferlegur tímaþjófur hún getur verið. Ég ákvað því að koma þessu bloggi í gang á ný, svona til að hafa eitthvað til að sóa tíma mínum í.

Í ljósi þess að ég nenni ekki að búa til glærur um mjólk og mjólkurvinnslu fyrir nautgriparækt 1 þá ákvað ég að skrifa nokkrar línur hér, þó ekki verði þær margar.

Annars óska ég okkur gleðilegs dags íslenskrar tungu.

Orð dagsins;
Hölkn
Orðið þýðir; grýtt og gróðurvana landsvæði, hrjóstur, flatt berg
Dæmi. Hölkn er víða á Tungnamannaafrétti.

2 Ummæli:

Blogger Maria Th sagði...

hérna ert þú kúkabeljan þín!
"og ég beið og beið og beið"..aldrei sást til nöfnu minnar á smettisskruddu! :)

velkomin aftur á vefritspunktinn (e. blogspot)!

hef auga eða tvö með þér..

13:47

 
Anonymous Einar Kári sagði...

Hey svo er Hölkná líka á Gnúpverjaafrétti... Magnað...

22:52

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim