Hér má lesa rugl eftir mig

29 nóvember 2009

Kannski er kominn vetur

Góðan dag

Fyrsti almennilegi snjórinn er kominn. Ekki svo að skilja að þetta sé eitthvað svakalegt magn, bara dálítið meira en nokkrir millimetrar. Mér finnst hann vera mæta fremur seint, finnst endilega að hann hafi oft komið í október en að vísu farið fljótlega.

En já. Það er víst farið að styttast í jólin núna, fyrsti sunnudagur í aðventu - ég man reyndar ekkert hvaða þýðingu sá dagur á að hafa enda er það hreinasta aukaatriði. Eitt reynar veit ég að þessi dagur þýðir - jólavesenið allstaðar hefst fyrir alvöru. Jólalög, jólaauglýsingar, jólastress, jólahreingerningar, jólabakstur og jólaalltmögulegt. Ég er ekki komin í stuð fyrir þetta.
Annað sem þessi jólastyttingur þýðir er að það líður óðfluga að prófum. Ég þarf ekki að fara í neitt próf að vísu, bara búa til próf, vera með próf og fara yfir próf - sem er aðeins skárra en að taka próf sjálfur en samt ekkert stuð.

Þurfti að skreppa út rétt í þessu. Skvísa vildi nefnilega fara út að pissa - hún komst þó ekki lengra heldur en rétt út fyrir dyr því þar stóð hún föst í skafli. Ég varð því að drífa mig út og moka hundinn lausan.
Skvísa hafði það ekki svona notalegt í skaflinum

Út um svaladyrnar, sér á pallinn og í hornið á hundakofanum

Prjónaði peysu á Mads á dögunum. Tókst að gera mátulega peysu á manninn í fyrstu tilraun að þessu sinni. Síðast þegar ég prjónaði á hann peysu voru nefnilega gerðar 2 allt of stórar áður en passlegt eintak fékkst. Reyndar vildi svo leiðinlega til að þetta passlega eintak hvarf í flutningum í fyrrasumar.

Mads á landsmóti á Hellu í gömlu og glötuðu peysunni

Nýja peysan

Minni ykkur á nýstofnaða myndasíðu mína hérna til hliðar - myndir frá mér.

Orð dagsins; refbeinóttur
orðið þýðir. kiðfættur, gulur á hæklum (um sauðfé).
Dæmi; Lítil prýði er af refbeinóttum karlmönnum. Margt fjárins var refbeinótt.

2 Ummæli:

Blogger Guðný sagði...

mikið er gaman að þú sért byrjuð að skrifa aftur :) fín peysa hjá þér

19:32

 
Blogger Maria Th sagði...

Ég myndi líka glata gömlu peysunni minni ef ég fengi svona flottheit..lítur fjári vel út þessi nýja!

15:52

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim