Hér má lesa rugl eftir mig

23 nóvember 2009

Skammdegi

Djöfull er erfitt að vakna á morgnanna núna - sama hvort klukkan er 6 - 7 eða 8 er alltaf jafn mikið kolsvartamyrkur - skollans möndulhalli.

En það er nú svosem alltaf verið að reyna að lýsa þetta eitthvða upp fyrir mann. Til dæmis var árshátíð nemendafélagsins ásamt hrútauppboði Hreðjars um helgina. Það var afbragðsskemmtun.

Þetta glæsilega mar (sigmar) á rætur sínar að rekja til dansgólfsins á árshátíðinni

Svo er nú farið að styttast í jólasturlunina sem er nú sennilega upphaflega hugsuð til að hressa mann við í skammdeginu (jájá og afmælið hans Sússa og allt það).

Enn einu sinni hefur bankanum mínu tekist að misnota tækifæri til að taka upp á ný nafnið Búnaðarbankinn - sem er klárlega skásta nafnið sem þeir hafa notað. Fyrst var það bara Búnaðarbankinn en hann sameinaðist svo Kaupþingi og úr varð - KB-banki (1). Svo var því breytt í Kaupþing (2). Svo hrundi allt og ríkið eignaðist draslið og kallaði það því frumlega nafni Nýja-Kaupþing (3). Nú fyrir fáeinum dögum var svo enn einu sinni breytt til og að þess sinni varð ónefnið Arion-banki fyrir valinu (4).

orð dagsins er; keikla (so).
Orðið þýðir; ganga hægt og þyngslalega.
Dæmi; Mads keiklaði heim af hrútauppboðinu.

4 Ummæli:

Anonymous Jolli sagði...

Gleymdir einu nafni á bankanum góða, hét Kaupþing Búnaðarbankinn í smá tíma áður en hann varð KB banki.

En annars er ég sammála að þeir hafi klúðrað þessari nafnabreytingu, Arion er eitthvað svo útlenskt, nema þetta sé fyrsta skrefið í að hann verði seldur erlendis ......... hver veit

19:58

 
Anonymous Lilja Pilja sagði...

Jeiii - gaman að sjá líf hér á ný!

20:06

 
Blogger Maria Th sagði...

Mikið svaðalega hefuru svingað á dansgólfinu..eða kannski ekki þverfótað fyrir tröllskessu tjúttandi fólki eins og mér, sem veldur sigmari.

Takk fyrir síðast, það var mér mikill heiður að sitja til borðs með ykkur gæðafólk!

09:35

 
Anonymous Ragnheiður sagði...

Vó, flott sigmar! Ég er nú ekki frá því nema að einhverjir fleiri heldur en Mads hafi keiklað heim af hrútauppboði :)

21:33

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim