Hér má lesa rugl eftir mig

22 desember 2009

Bráðum koma...

Góðan daginn

Þetta er allt að bresta á... það er svo sem bara fínt, það hefur allavega rekið mann áfram við nokkuð sem þarf að gera öðru hverju - þrífa. Skita hvað það er nú leiðinlegt verk. En allavega, í gær höfðum við Mads okkur í það og tókst bærilega til.
Myndir
Allt á rúi og stúi, Mads hálfur inni í elhússkáp - þar sem krukka með einhverju jukki hafði lekið

Heimilið komið í þokkalegt horf, búið að skreyta jólatréð og hvaðeina

Svo var jólaföndur - það er sko ekkert grín

Ég reyndi að sýna þolinmæði og festu við föndrið

Mads er kominn með jólaklippinguna og fléttuð jólahjörtu

En aðeins frá búrekstrardeild MSJ-Hvanneyri
Mads fór í bæinn á laugardaginn meðan við Helga skelltum okkur í jólagjafaleiðangur á suðurland. Allt í lagi með það en á sunnudaginn þegar ég kíkti með Jörgensen í pútnahúsið hafði þar bæst í hópinn - 3 feldkanínur. Þær hafa fengið nöfn heimilsmanna, Helga, Mæja og Mads og eru með rosa fínan og mjúkan feld. Núna þarf ég því að fara kynna mér verkun kanínuskinna til að geta svo með köldu blóði slátrað og fláð litlu kanínuungana og gert eitthvað fallegt úr skinnum þeirra meðan ég treð í mig kanínusteik.
Myndir
Endurnar - held að þær heiti ekki neitt ennþá

Hluti af hænsnunum, haninn Dóri er fremstur á myndinni

Feldkanínan Mæja

Mads gengur um búrekstarbyggingar sínar

Jájá svona gengur það. Annars er nú lítið að frétta það gerist að sjálfsögðu aldrei neitt bara Icesave og Mikkelsen úrsmiðir og svona eitthvað skítti. Já annars kíkti ég aðeins á heimaslóðir um helgina, kíkti á búfénaðinn og fjölskylduna.
Myndir
Þetta er smálambið mitt hún Klæba

Hér eru kynbótahrútarnir Botni og Náttfari, þeir eru báðir spakir
Þrefalt G, Geysir, Gandur og Gammur. Dinni og Krulli á bakvið
Króna og Pjakkur

Orð dagsins; Drjóla (so.)
Orðið þýðir; fara hægt, dunda eða (um hross) fara allgreitt
Dæmi; Ég drjólaði í útsýnisbíltúr. Heimilsfólkið drjólaði við jólaföndur. Dinni drjólaði heimleiðis.

1 Ummæli:

Blogger Guðný sagði...

það jafnast ekkert á við kanínu um hálsinn :P mikið er orðið jólafínt hjá ykkur, hafið það nú gott um jól og áramót! god jul, kram frá DK.

09:39

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim