Hér má lesa rugl eftir mig

14 janúar 2010

Nýtt ár

Góðan daginn og gleðilegt nýtt ár

Hvað finnst ykkur um Icesave-málið og synjun forsetans? Persónulega er ég orðin dáldið leið á þessu öllu saman og, ljótt að segja það, er ég næstum þakklát fyrir hamfarirnar á Haítí - þær krydda fréttirnar allavega aðeins. Svo maður haldi nú afram í þjóðfélagsumræðunni þá eru helstu hornsteinar íslenskrar menningar komnir á dagskrá útvarps og sjónvarps, nefnilega ,,Gettu betur" og júróvisjón. Gettu betur sleppur nú en þetta júróvisjón er nú dáldið leiðnlegt. Hver ákveður eiginlega hvað lög eiga að fá að vera í þessum forkeppnum? og hver ákvað að það ættu að vera svona ógeðlsega mörg lög? og hvers vegna í ósköpunum eru mörg þeirra svona óskaplega leiðinleg og sí og æ spiluð í útvarpinu???? Ég er ekki hrifin af þessu en trúlega eru júróvisjónáhugamenn himinlifandi. Já en talandi um hornsteina menningar - ,,Útsvar" ætli þetta sé ekki örugglega síðasta serían af því? Ég viðurkenni reyndar að ég festist oft yfir því en ég fæ alltaf kjánahroll við að horfa á það.
Skruppum í gönguferð á annan í nýári. Hér má sjá Borgarfjarðarbrúna ef vel er að gáð

En nóg af tuði, kíkjum á æsilegt og spennandi heimilslíf mitt. Mads er veikur núna, situr í sófanum, hóstar og horfir á danska ríkissjónvarpið. Hundarnir eru blessunarlega sofandi núna en þeir stóðu að sameiginlegri tilraun til að rústa geðheilsu minni í gær - þau voru óþolandi, aldrei kyrr, vældu og vesenuðust, báðu um að fara út en vildu svo strax koma inn aftur og þar fram eftir götunum. Þrátt fyrir þetta virðist ég ver nokkuð heilleg á geðsmunum í dag.
Kennslan er hafin á ný eftir jólafríið. Er mestmegnis að kenna bændadeild 1 þessa önnina. Er í ferli að læra þekkja þau núna - var reyndar búin að koma inn í hausinn á mér slatta af nöfunum en þar sem þau eru alveg 24 þá vantar enn svolítið uppá.
Svona lítur sambýliskona mín oft út eftir vinnudaginn - krúttlegt ekki satt?

Ég er ekki frá því að skammdegið sé aðeins að minnka (enda á það að vera að því) það var allavega ekki alveg kolsvartamyrkur í gærmorgun klukkan korter yfir 10. Svo sést sólin næstum því hérna á Hvanneyri núna sem er náttúrulega óyggjandi merki um rénun skammdegis.

Jájá jæja. Framundan er æsispennandi prófsýning í nautgriparækt 1. og svo er Þorrinn náttúrulega á næstu grösum með blót, blóðmör og brennivín- Jess!

orð dagsins; saktmóðigur
orðið þýðir; hógvær
dæmi; Helga var saktmóðig varðandi gang ritgerðarinnar.

6 Ummæli:

Anonymous Lilja sagði...

Ég er svo ÓGEÐISLEGA glöð að lesa þessa athugasemd um "!#$#! Útsvar - var farin að halda að ég væri ein í heiminum sem hataði þennan helvítis þátt

13:17

 
Blogger Mæja sagði...

Gott að ég get glatt þig Lilja - þó ekki væri nema með óþoli mínu gagnvart útsvari

13:52

 
Anonymous Jolli sagði...

Ég er sammála ykkur að 3/4 hlutum ... alveg sammála með Eurovision og finnst það allt hálf kjánalegt og leiðinlegt sjónvarpsefni, feginn að verða kominn frá Noregi í vor þegar herlegheitin skella hér á af fullum þunga. Með Útsvarið, þá finnst mér sá þáttur hálfkjánalegur stundum, en ég er soddan spurninganörd að mér finnst þetta bráðnauðsynlegt sjónvarpsefni og stundum festist ég svona yfir því.

18:50

 
Anonymous Sigga systir sagði...

Mér finnst Útsvar æði og Júró enn betra - myndi sko þokkalega skella mér til Noregs í vor á þann viðburð ef þetta helvíti væri ekki alltaf haldið í miðjum sauðburði!
Mér finnst Helga samt æðislegust - var næstum farin að velta fyrir mér að gerast lesbísk þegar ég sá þessa mynd.

17:04

 
Blogger Mæja sagði...

Já Sigga... Helga er svo sannarlega æði, verst er að þó þú gerðist lesbísk þá myndir þú að öllum líkindum ekki eiga séns í hana - hún er nefnilega sjúk í tittlinga og þannig ert þú ekki með. Eða hvað?

18:19

 
Blogger guffa sagði...

ha ha ha... Stend með Sigríði í þessu með Júróið enda við svipað miklar gelgjur! Finndist sennilega Útsvarið ömó nema fyrir það við eigum ýkt gott lið héðan af Fljótsdalshéraði og svo kannski líka vegna þess að ég er oftast að svæfa krakkann þegar það er (skaðar mann ekki sem maður veit ekki)

09:35

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim