Hér má lesa rugl eftir mig

21 janúar 2010

Á síðkvöldum

Gott kvöld góðir landsmenn

Ég var að horfa á handboltaleikinn áðan (eins og ábyggilega ógeðslega margir aðrir) og þetta var nú ekki laust við að vera spennandi. Helga var æsispennt - var sífellt eitthvað að hnippa í mig og góla upp yfir sig... En varðandi frammistöðu liðsins - þvílíkur endemis aulaháttur.

Þeir eru nú krúttlegir margir strákarnir í landsliðinu, þó þeir séu aular

Já þannig er nú það.

Ég er eiginlega alveg upp rifin yfir öllum kommentunum sem ég fékk á síðustu færslu. Ég hafði bara ekki gert mér grein fyrir að Útsvar væri svona mikið hitamál. En það er það greinilega. Ég vissi reyndar af þessu með Júró - það eru all margir sem eru sjúklega spenntir yfir því fokki en ég er blessunarlega nokkuð laus við það.
Ég veit ekki hvort ég get borið hér á borð einhver álíka hitamál í þessum pistli - icesave-málið er náttúrulega klassík en það eru allir orðnir leiðir á því. Kata okkar Kókó (litla brúna hórumamman) gæti kannski verið vinsæl (hún var náttúrlega svaka vinsæl, þessvegna er hún í þessum bobba) en það er ekki víst að hún nái neinum á skrið núna meðan hún situr í gæsluvarðhaldi. Tja... HEY já Þórhallur okkar hann er bara að hætta á Rúv - þvílíkur missir af þessum mannlega Ken! Ég er ekki viss um að ég muni nokkru sinni horfa aftur á Kastljós (ég hef að vísu aldrei horft á heilan þátt) fyrst hann er farinn. Hvað verður það næst? Ég sá á einhverjum fréttavefnum áðan að það eru miklar uppsagnir í vændum hjá Rúv - kannski verður Jóhanna Vigdís bara að láta eldúsið duga, fær ekkert að lesa fréttir... og hugsanlega verður ekkert ,,klukkan er sex, Jón Tórdarson les fréttir" og það er reyndar komið á hreint að Spánarspjallarinn Kristinn R. Ólafsson hverfur af dagskránni fyrr en síðar. Ef þeir hætta með morgunleikfimina og óskastundina þá er ekki lengur til neitt Ríkisútvarp lengur fyrir mér.


SVEI

En það er nú svo. Heimlis og einkalífið er heldur jákvæðara en horfurnar í dagskrá Rúv. Þorrablót annað kvöld í Biskupstungum og stefnt á margt. Éta mikið af þorramat, drekka mikið af brennivíni (allar sortir vel þegnar - best í bland), hlæja sig máttlausan yfir skemmtiatriðum, dansa eins og vindurinn, koma Helgu á séns og vera frammúrskarandi fögur (eins og alltaf). Ég geri mér grein fyrir að ekki eru öll þessi markmið raunhæf - en það er allt í lagi svo framarlega sem það verður gaman.

Eins og glöggir lesendur og aðrir velunnarar hafa kannski áttað sig á verður Mads ástmaður minn ekki á Þorrablóti. Hann er, að því er virðist, frekar skemmtanafælinn maður og sækir því ekki í svona samkomur. Blessunarlega vegur hin skemmtanafíkna sambýliskona okkar, Helga, upp á móti heimóttaskapnum í kærastanum og veitir félagsskap á hverskonar skemmtunum og skralli. Heimóttaskapurinn kemur auk þess að góðum notum hvað varðar pössun á hundum og öðrum búfénaði.

Hann er nú dáldið sætur þó hann vilji ekki fara að heiman

Jæja er þetta ekki gott í bili.

orð dagsins; böllhökt
orðið þýðir; dund, gauf
dæmi; Stúlkan böllhökti við prjónaskap. Óttalegt böllhökt var á unga manninum við verkin.

5 Ummæli:

Blogger Guðný sagði...

Frábært blogg Mæja, eins og alltaf :) góða skemmtun á þorrablóti!

08:43

 
Blogger Unknown sagði...

RÚV verður nú bara ruslstöð ef hættir að heyrast "Útvarp Reykjavík, klukkan er fimm, Jón Thordarson les fréttir".

09:04

 
Blogger Maria Th sagði...

Já RÚV verður ekki sjón að sjá..eða..daufdumbungslegt að heyra.

Gleðilegt árið nafna mín! Bið kærlega að heilsa heimóttaskapsmanninum Mads og sískrallandi sambýliskonunni Helgu. Vona að þið séuð enn á lífi eftir þorrablótið og uppfullar af blótsgleði og kjaftasögum! :)

Sakna ykkar inn við beinið en það er gott að hafa bloggið þitt til að kjammsa á. Yfir og út!

14:42

 
Blogger Maria Th sagði...

og já landsliðskapparnir eru (vonandi) að hífa sig upp úr aulaháttsflórnum! Einkar krúttlegt myndefni á köflum..*andvarp*

14:45

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég held reyndar að morgunleikfimin er hætt, það er framleiðsla nýrra þátta. Nú eru bara spilaðir gamlir þættir

18:05

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim