Í tilefni þess hvað mér leiðist
Gott kveld
Mikið ferlega leiðst mér. Mads er ekki heima, Helga er að leggja sig og Skvísa veitir ekki andlegan félagsskap að neinu gagni. Fyrir þá sem myndu koma með uppástungur um eitthvað klassískt eins og; taka til, baka eða sauma þá er það ómögulegt. Það er nefnilega svindl að ég sé að ryksuga og skrattst meðan Helga hvílist (og það er ekk nándar nærri nógu ógeðslegt hér til að vera rassakastast við einhver þrif), ég átti köku í frysti sem ég tók upp í gær og er búin með saumaverkefnin. Þetta er agalegt.
En að öðru. Skemmst frá því að segja að Ríkissjónvarpið náði ákveðnum hátindi í gær þegar það sýndi kvikmyndina ,,Glerbarnið". Þetta ris eins stærsta miðils Íslands hefur einnig verið rætt víðar s.s. hér; http://www.baggalutur.is/skrif.php?id=1705 auk þess sem málið er umtalað á Hvanneyri. Ég sá mér að vísu ekki fært að horfa á alla myndina því ég ,,þurfti" að fara í smávægilegt samsæti. Það er þó fullvíst að annað eins meistaraverk eins og Glerbarnið verður endursýnt áður en langt um líður.
Vegna sérlega góðrar tíðar síðustu daga hef ég farið í nokkrar góðar gönguferðir og þar af upp á tvö fjöll - Skeljabrekkufjall og Þverfell. Báðar ferðir voru mjög skemmtilegar, sérstaklega þegar maður var kominn upp. Læt myndir tala.
Hérna er ég alveg að komast á toppinn - magnað útsýni til austurs
Jamm og já... núna er Hreðjarsferð í gangi - sem ég lét fram hjá mér fara í þetta sinn. Mig langaði að vísu dáldið að fara en einhvernveginn nennti ég ekki. Sennilega er þetta ellin eða eitthvað slíkt. Ferðinni var annars heitið í Húnavatnssýslur þar sem meðal annars átti að skoða fjárhúsin heima hjá Siggu systur (Víðidalstungu) og Þorbjörgu (Böðvarshólum). En svona er þetta, ég valdi að vera heima og láta mér leiðast - way to go Mæja.
Þvílík bölsýni í þessu bloggi mínu. Ég ætti sennilega að láta þetta duga í bili.
orð dagsins: skuðrildi
orðið þýðir; kerlingarskrukka, dækja, flókatrippi eða garmur.
Dæmi; Á barnum var hópur skuðrilda. Margar verslanir bjóða til sölu afkáraleg skuðrildi sem kölluð eru tískufatnaður.
3 Ummæli:
Þar sem þér leiðist svona, hvernig væri að núvirða folatollinn frá 1879?
12:32
Mæjamæjamæja...af hverju komstu bara ekki í ferðina? Það var viðurstyggilega skemmtilegt!
19:36
Já Lilja... þetta er nú svona bara, ég hef þetta bara í huga næst, reyni að læra af reynslunni.
19:46
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim