Hér má lesa rugl eftir mig

26 febrúar 2010

Snjór

Góðan daginn

Þar kom að því - snjórinn kom. Það er að vísu trúlegt að hann fari einhverntíman eftir helgi en samt hann er hér og mikið af honum. Ég er búin að vera í nettu nostalgíukasti úti í snjónunm - búa til snjóhús, troða mér í gegnum skafla og svona. Ef það hefði ekki verið skítarok og eiginlega blindbylur þá hefði ég ábyggilega reynt að leita uppi einhvern hól hérna á Hvanneyri til að renna mér niður.
Það hefur dregið í skafla

Annars er eiginlega ekkert að frétta - það gerist eitthvað svo fátt núna. Skil ekkert í þessu. Venjulega hef ég fundið mig í hringiðu allra helstu viðburða en svo virðist vera að ég sé eitthvað að detta út úr öllu þannig. Kannski er ég að gamlast. Ég ætti þá kannski að tala um gamlafólksleg málefni eins og nýja safnaðarheimilið á Hvanneyri og sögukvöldið sem Bjarni Guðmundsson hélt þar á dögunum... ég er búin að tala um veðrið, það er gamlafólkslegt að tala um það en ég hef að vísu nokkuð sterka tilhneygingu til að tala um veður. Hvað er fleira gamlafólkslegt að tala um.... ? JÁ heilsu sína... ég hef verið all-heilsuhraust undanfarið, hægðirnar verið með besta móti enda verið dugleg að fá mér músli og stunda létta leikfimi. Svo fór ég í svínaflesusprautu niður í Borgarnes á dögunum og bjóst allt eins við að ég yrði slöpp en svo var ekki, þvílíkt lán. Jájá og sei sei.... sennilega er ég að gamlast.

En ég skellti mér á þorrblót á dögunum og að þessu sinni í Lundarreykjadal. Það var ágæt skemmtun, slatti af fólki og þokkalegt stuð. Set inn myndir á myndasíðuna af þessum heimsviðburði.
Óli á Hóli þykist ekki vera neitt glaður yfir þessu...

humm... hvað ætti ég að segja meira.... mér dettur eiginlega ekkert í hug.

best að enda þetta bara á;
Orð dagsins; einhala (kvk)
Orðið þýðir; haft um fjós með eina básaröð eða fjárhús með einn garða við vegg.
Dæmi; Kýrnar stóðu í einhölufjósi. Hagkvæmt gæti verið að hýsa féð í einhölufjárhúsi.

2 Ummæli:

Anonymous Ragnheiður sagði...

Hér með hef ég kvittað fyrir lesturinn...

14:06

 
Anonymous Gunnfríður sagði...

Það er nú einhvernveginn þannig Mæja mín að, ef maður passar sig ekki, þá verður maður gamalfólkslegur langt fyrir aldurfram hér á Hvanneyri. Ástæðan? Jú einmitt áðurnefnt viðburðaleysi eða viðburðaeinhæfni þar sem kammertónleikar í Reykholti eða sögukvöld í safnaðarheimilinu virðast vera hápunktur menningarlífsins hér um slóðir. Með fullri virðingu fyrir hvoru tveggja.

09:35

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim