Hér má lesa rugl eftir mig

14 maí 2007

Heilabilun

Ég velti fyrir mér hvað bærist í brjósti upphafsmanns prófa þegar hann sér börn og ungt fólk í blóma lífsins mygla yfir námsbókum á sólríkum vordögum.
Lærdómssetrið Hvanneyrargötu 2

Orð dagsins er: Heilaköst
Orðið þýðir : sérkennilegar hugdettur, órar
Dæmi: Próf eru heilaköst.

02 maí 2007

Maísól og margt fleira

Jæja góðan dag og kærar þakkir fyrir afmæliskveðjurnar sem mér hafa borist hér á síðunni.

Nú er maí genginn í garð, nánar tiltekið annar dagur þess mánaðar sem þýðir að nú eru 8 ár síðan ég fermdist. Það er svo sem ekki merkilegt í sjálfu sér en mér þykir þó skemmtilegt að greina frá því að ég hef ekki farið í heila messu síðan þá enda bjóða þær yfirleitt ekki upp á annað en líkamlega og andlega þjáningu.

Síðasta vika hefur verið nokkuð óvegnjuleg. Ég fór nefnilega ásamt ástmanni mínum á heimaslóðir hans í danaveldi, nánar tiltekið Borgundarhólm.

Hér eru nokkrar myndir úr ferðalaginu....
Mads ásamt systur sinni þar sem eitt sinn stóð ungdómshúsið

Þessi strútur fann sig knúinn til að grobba sig lítið eitt.

Einn af mörgum blómstrandi repjuökrum á Borgundarhólmi

Ég ríð hinum merka brokkara Bobby

Jens, sem er svínabóndi, og Mads í svínahúsinu

Ég að mingla við Shire-stóðhest sem að sögn eigandans er um 1100 kg

Afi hans Mads (lengst til vinstri) og tveir vinir hans fara með gamanmál

Borgundarhlólmskur mjólkurbíll (mynd fyrir Axel)

Mads á sólarströnd í skítakulda

Nú er ég svo komin heim í íslenskt vor. Sauðburður hafinn, skaflajárnin orðin laflaus undir draganum úti í hesthúsi, verkefni sem þarf að klára farin að ógna manni og enn ein leiðinda prófatíð í uppsiglingu. Endalaus gleði.

Gleðin er reyndar heldur meiri hér á Hvanneyri núna en venjulega því í dag er sá dagur er þriðja árs nemar skila inn lokaverkefnum sínum. Það má því búast við að einhverjir fagni með einum eða fleiri bjórum núna þegar líður á kvöldið.

Pjakkur mun þó ekki detta í það í kvöld þar sem hann er bindindishestur

Orð dagsins er: Erður
Orðið þýðir: reður
Dæmi: Erður verður við stinningu stærri.