Hér má lesa rugl eftir mig

26 ágúst 2008

Sumarið búið?

Jæja sæl
Langur tími engin skrif. Hverjum er ekki sama.
Það hefur margt gerst síðan síðast en þó svo það sé margt var það ekki sérlega fjölbreytt - í megindráttum bílferðir til ýmissa staða (landsmót, heim í Arnarholt, landbúnaðarsýning á Hellu og margt fleira), bjórdrykkja og útreiðar. Svo hef ég náttúrlega bara verið í vinnunni og svona klassík en sumarvinnunni var slúttað með fyrirtaks vinnupartýi á föstudaginn var.
Skólinn er hafinn núna, var í fyrsta tíma í morgun. Mér til mikillar ,,gleði" er verið að kenna í þessum áfanga efni sem ég er oft búin að læra áður. Framundan er svo svolítill reiðtúr frá Borgarfirði til Biskupstungna og síðan fjallferð.
Þar sem ég nenni ekki að hafa þetta neitt flóknara ætla ég svo bara að setja inn nokkrar myndir frá sumrinu.
Svana tjaldar á Landsmóti hestamanna á Hellu í júlíbyrjun

Siggi, Karí, Kolla, Helga og Mads í brekkustuði á landsmóti

Sindri og Mads streða við fyrstu mjaltir í rörmjaltakerfi á legubásum í Hvanneyrarfjósi

Við Helga viðhöfðum fagmannleg vinnubrögð við uppsetningu á hundagirðingu fyrir utan Sóltúnið

Krummi í útilegustemmingu




Óðinn Gíslason og Helga við DeLaval mjaltaþjóninn á landbúnaðarsýningunni á Hellu. Júgrin sem mjaltaþjónninn er að mjólka eru í eigu Helgu.


Orð dagsins er: Bíloka
orðið þýðir: doka við eða drolla
Dæmi: Rétt er að bíloka þar til Ragnhildur skilar sér. Birta bílokaði ekki við bjórneysluna.