Hér má lesa rugl eftir mig

25 júní 2008

Er þetta lífið?

Sæl og blessuð

Á ferðum mínum um internetið og þá einkum svo nefndar bloggsíður hef ég oft séð nokkuð sem kallað er ,,punktablogg". Í þessari færslu verður einkum notaður sá stíll til að varpa ljósi á það sem gerst hefur síðan síðast var ritað.
  • Þann 30. maí útskrifaðist ég ásamt 4 öðrum af Búvísindabraut Landbúnaðarháskóla Íslands. Athöfnin var ekki sérlega mikil skemmtun enda saman komið heilmargt mis skemmtilegt fólk.
  • Ég byrjaði að vinna mánudaginn eftir útskrift og það er fínt, fínir vinnufélagar og oft ekkert svo leiðinleg verkefni. Að ógleymdu ágætis kaupi.
  • Skrapp í útskriftarboð til Hroddunnar og systur hennar. Dvaldi þar nokkra stund ásamt slatta af fólki sem ég þekki lítið sem ekkert, át kex og osta og fór svo heim.
  • Í þeirri sömu ferð keypti ég sundlaug í Europris fyrir Helgu Maríu sem haði verið á óskalistanum lengi.
  • Þegar heim kom úr Reykjavíkinni var sundlaugin sett upp og prófuð af Bitu, Helgu, Valþór og mér.

  • Glæsilegt? Mér finnst það...

  • Sundlaugaprófunin hafði í för með sér mikla ölvun og nokkurt ómynni en jafnframt mikla gleði og gaman.

Á barnum í ,,Havæ" skytunum frá Ástralíu

Man eiginlega ekki eftur þessu en mikið hefur verið gaman....

  • Um daginn var innflutningspartý hjá Silju og Dodda. Sigga systir, Mads og Helga María unnu keppnina um hver næði mestri ölvun.
  • Silja og Doddi í upphafi teitisins

    Mads og Skvísa einhverntíma um nóttina þegar ég var farin heim

  • Daginn heftir partýið hjá Silju vakti ég upp draug (Helgu) klukkan 8:30 til að fara með mér heim til móður minnar að járna ein 8 hross. Draugurinn var ógeðslegur og ruglaður mjög en skánaði þegar leið á daginn og var orðinn hinn ljúfasti um kvöldið enda fékk hann þá að hitta Val á Gýgjarhóli.
  • Barbara hringdi og sagði að íbúð sé laus í Mýrinni sem þýðir að Mads megi fá hund. Hann er að spá í að fá Boxer...
  • Ég viðurkenni að ég er spennt fyrir að fá hundkvikindi
  • Í gærkvöld tók ég þátt í að reka féð á Syðstu-Fossum á afrétt, kom heim um hálf fimm í mogun - mikið er langt út í hesthús...

  • Birta í banastuði

    Óðinn Gíslason býr sig undir útreiðar

  • Mætti í vinnu um hádegið í dag.
  • Setti símann minn í þvottavélina áðan, hann er að þorna á ofninum núna.

Svona er þetta nú búið að vera og segi bara eins og maðurinn um árið ,,þetta er lífið"....

Framundan er landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum, úje nema að Valþór karlinn kemst ekki með því hann verður að vinna... Mér þykir það raunverulega leitt...

  • Orð dagsins er: Pútlingur
  • Orðið þýðir: Þorpari, tíkarsonur. Smávaxinn maður. Lítill þófinn vetlingur.
  • Dæmi: Fjalla-Eyvindur var óttalegur pútlingur. Daníel Pálsson er pútlingur. Einhverstaðar á ég gamla pútlinga.