Hér má lesa rugl eftir mig

30 nóvember 2008

ólund

Góðan dag

Það er kalt í dag, mjög kalt. Mér leiðist - ég gæti vissulega unnið þau verkefni sem ég á eftir að vinna en þau eru einkum:
  • Finna út hvað ég á að skrifa um í heimspekiritgerð
  • Byrja að skrifa heimspekiritgerð
  • Klára aðferðafræðiverkefni
  • Búa til verkefni í sauðfjárrækt
  • Búa til fyrirlestur í sauðfjárrækt
  • Þrífa - það er víst alltaf þörf á því

Ekkert þessara verkefna þykir mér neitt sérlega spennandi - ef ég að segja alveg eins og er.

Jamm og já... það er nú lítið búið að gerast svosem - var reyndar árshátíð LbhÍ um daginn og hið sívinsæla hrútauppboð Hrútavinafélagsins Hreðjars. Það fór allt fram eins og venjulega. Bílarnir komnir í gegnum skoðun - sem er einstaklega gott (vísu aðeins átök fyrir sparibaukinn).

Ég er alveg að verða búin að kenna - bara tvær kennslustundir eftir og þær eru á fimmtudaginn - Sjibbí

Nú nenni ég ekki að skrifa neitt meira

  • Orð dagsins: etjukostur
  • Orðið þýðir: óblíð eða hörð kjör
  • Dæmi: Í hönd fara tímar etjukosta. Öngva líður alþing etjukosti.