Hér má lesa rugl eftir mig

27 október 2007

Sjaldséðir eru hvítir hrafnar...

Komiði nú sæl.

Nú eru blessuð prófin búin og er það gott.

Það hefur nú lítið spennandi gerst síðan síðast... þó eitthvað þó það sé ekki endilega spennandi... Ég hef til dæmis afrekað að ná mynd af hrossinu nýkeypta, farið heim og skoðað ásteningslömb og í fyrrakvöld fór ég á karókíkvöld á barnum (en söng ekki).

Já einhver var að væla út meiri upplýsingar um Gand... Sökum míns gloppótta minnis man ég ekkert hvað faðir hans heitir en upplýsingarnar um móður hans eru þessar:

Glögg frá Gullberastöðum

  • Faðir: Sindri frá Kjarnholtum
  • Móðir: Lögg frá Krossi
  • FF.: Kolgrímur frá Kjarnholtum
  • MF.: Þokki frá Bóndhóli
Hér er fjallhesturinn verðandi í allri sinni dýrð. Með honum er móðir hans.
En já... um síðustu helgi skruppum við Mads svo heim í Arnarholt. Þar voru náttúrulega allir í banastuði að vanda, bæði menn og skepnur. Ásetningurinn var kominn á hús og leit bara ágætlega út.

Nýkeyptar ásetningsgimbrar úr Öræfum. Bletta og Sletta Blettsdætur.

Hundurinn Mosi var eins og venjulega....
Hesturinn minn bar að vanda af hinum í stóðinu.
En síðastliðinn fimmtudag var karókí á barnum. Gífurleg stemmning og ógurlega mikið af fólki.

Allir gerðu sig eins myndarlega og þeim frekast var unnt líkt og sjá má.

Dómnefnd kvöldsins skipuðu Alma, Hallur og Rebekka.

Sigga og Bogga voru fyrstar á dagskrá.

Mads með hvíta hrafninum sem þarna var staddur.

Jæja, nóg í bili.

  • Orð dagsins: Ve (HK)
  • Orðið þýðir: eymd, kveinan.
  • Dæmi: Upphófst mikið ve er þyngarstuðullinn var reiknaður. Mikið ve er þynnka.

08 október 2007

Sennilega síðasta blogg fyrir próf

Góðan dag.

Nú eru ritgerðirnar búnar og prófin næst á dagskrá. Mér fannst því rétt að skrifa hér nokkrar línur svo færi að ég ætti ekki afturkvæmt úr einhverju prófanna.

Ég gleymdi eiginlega að segja frá einni gríðarlega skemmtilegri sögu í síðustu færslu. Sögunni af því þegar ég týndi bifreið. Hér kemur hún:

Um daginn hugðist ég fara í Borgarnes sem er svo sem ekki í frásögurfærandi nema hvað ég fór á galantinum hennar Siggu systur. Galant þessi er sjálfskiptur og er ég ekki sérlega vön að aka þannig tækjum.
Ég var eitthvað að erinda og fór meðal annars í Húsasmiðjuna í Borgarnesi. Lagði fyrir utan og skaust inn og keypti það sem mig vanhagaði um. Ætlaði svo að skvera mér út í bíl en þá var bara einhver mannfíla að leggja í stæðið mitt og enginn galant.... Litaðist um og var þá ekki helvítið búið að renna niður brekkuna fyrir framan Húsasmiðjuna og staðnæmast í kanti þjóðvegar 1. Mér láðist að setja í PARK, falleg stund og notaleg. Ég fór og sótti tækið, sem engann skaða hlaut þrátt fyrir allt, og hélt áfram að reka erindi mín en setti í park á næsta bílastæði.

Skemmtilegt þegar eitthvað svona hendir mann....

En að öðru.
Síðasta fimmtudag var haldinn keppni í leðjubolta hér á Hvanneyri. Drullan var allsráðandi og stemmningin gífurleg.
Um kvöldið var svo grill úti í fjárhúsum þar sem ég tók þann pólinn í hæðina að hrynja í það. Það tókst með ágætum enda var ég steindauð heima í rúmi klukkan 00:30, búin að æla á 3 stöðum, gleyma gleraugunum á öðrum bæjum og týna treflinum mínum. Afbragð.
Daginn eftir heimti ég gleraugun og trefilinn og fór svo í próf í kynbótadómum hrossa frá 13:00-16:30, hressleikinn var allsráðandi.

Nú til að segja eitthvað skemmtilegt sem ég skammast mín ekki neitt fyrir þá keypti ég folald á laugardaginn. Hesturinn sem ég keypti síðast er nefnilega orðinn 16 vetra og því hyggilegt að finna eitthvað sem gæti komið í hans stað með tíð og tíma. Ég minntist á þetta við Birtu í haust og hún talaði við föður sinn sem síðan bauð mér brúnblesótt folald. Ég fór sem sagt á laugardaginn og skoðaði gripinn og keypti. Vonandi að þessi kaup séu jafn góð og þau sem ég gerði fyrir 16 árum...Tilraunir til að festa nýkeyptan reiðskjótann á filmu fóru fyrir ofan garð og neðan og því brá ég á það ráð að nýta paint til að koma útliti hans til skila.


Jæja nú ætla ég að fara út að viðra mig, svona áður en ég fer að læra...

Orð dagsins er: Gandur
Orðið þýðir: 1. Reiðskjóti, úlfur, háskaleg ófreskja. 2. göldrum magnaður reiðskjóti galdravættar, stafur - spástafur. 3. broddfjöður í skeifu. 4. bersvæði, berangur. Þeyta gandinn getur svo þýtt að: 1. fara hratt og víða. 2. tala ótt og mikið.
Dæmi: Aldís þeytir gandinn í gegnum símtækið. Kjölur er óttalegur gandur.
Til gamans má geta að ég hef nefnt nýkeypt folaldið Gand.

02 október 2007

Sögur af landi

Jæja komiði nú sæl

Langt orðið síðan eitthvað var skrifað hér af viti. Vonin til þess að hér sjáist nokkuð af viti er náttúrulega frekar veik í ljósi þess að ég er sjálf með fremur takmörkuðu viti. En það er annað mál.

Lítið hefur verið í gangi síðan síðast, mest megnis ritgerðaskrif og þessháttar skita með tilheyrandi pirringi og leiðindum. En nú sér brátt fyrir endann á því og við taka hin sívinsælu og bráskemmtilegu próf. Vííí ég get varla beðið.

En tökum upp léttara hjal.
Nokkuð hefur gengið á í skemmtanalífinu hérna á Hvanneyri tildæmis var á dögunum grill á vegum Grana. Þangað var ágætlega mætt og var almenn ölvun - sem er vissulega gott.
Formaður Grana brá ekki út af vananum við poolborðið og setti sig í allar hinar réttu stellingar

Steingrímur gleymdi sko ekki sjarmanum heima þetta kvöld...

Þetta var hin fínasta skemmtun og held ég bara að langflestir hafi verið sáttir við kvöldið þó svo að einhverjir hafi fundið fyrir ógleði daginn eftir...

Einhverntíma fékk Bogga þá flugu í höfuðið að gaman gæti verið að halda náttafatapartý á Árgarði. Þetta komst í framkvæmd á fimmtudaginn var og var hér mikið af fólki, lítið af fötum og töluverð ölvun á að minnsta kosti sumum.
Bændadeildardrengirnir sýndu hvað í þeim býr í náttfatapartýinu.

Rebekka og Snædís voru í banastuði

Silja sýndi sýnar bestu hliðar ...

Flestir partýgestir fóru svo á barinn er líða tók á kvöldið en komu aftur eftir lokun tvíelfdir og skemmtu sér fram eftir nóttu við drykkju og stóðlífi.
Morguninn eftir fór svo minn gríðarstóri bekkur (og Valþór) í skólaferð á norðurland þar sem við kynntum okkur ýmiskonar búskap og veðursældina í Húnavatnssýslum. Fólk var mishresst (hóstsiggahóst) til að byrja með en allir komust heilir heim.

Valþór og Birta virða fyrir sér kró í fjárhúsinu á Hjallalandi

Einnig var kíkt inn í eggjabúið á Efri-Mýrum í Refasveit... (Mynd ekki þaðan)

Steingrímur og norðlenskur ráðunautur kanna heygæðin á Hlíðarenda í Óslandshlíð.

Allir á Syðra-Skörðugili sýndu af sér mikla kæti og var þessi minkur engin undantekning

Þetta fer nú að verða gott í bili.

Orð dagsins: Gersta (so)
Orðið þýðir: styggja, ýfa, espa.
Dæmi: Lítið þarf til að gersta Helga. Aldur kvenanna gersti ekki ungu drengina.