Hér má lesa rugl eftir mig

29 janúar 2008

Vetrarveður - loksins

Komiði sæl

Nú er janúar að verða búinn og nokkuð hefur gerst síðan síðast.
Helga hélt til dæmis upp á afmæli sitt og er nánar sagt frá því á bloggsíðu hennar og Birtu http://www.bruggarar.blogspot.com/
Eftir að afmælismálsverðurinn hafði verið snæddur var farið á barinn eins og svo oft áður.

Helga og Birta í afmælissæluvímu á Kollubar þann 17. janúar

Dagana 19 og 20 janúar stóð yfir hin víðsfræga Hreðjarsferð. Farið var víða og margt merkilegt skoðað. Óvæntar uppákomur settu nokkurn svip á ferðina s.s. smávægilegur ruglingur á Gunnurum í Bæ og koma eins samviskusamasta námsmanns Hvanneyrar í veiðihúsið við Laxá í Dölum. Gaman að því.

Hér er má sjá Steingrím við Steingrímsfjörð.

Helgi Haukur lék listir sínar á Lambeyrum

Það var gríðarlega fagurt um að litast í Kolbeinsstaðahreppnum á sunnudeginum

Nú að lokum ber að segja frá eighties-diskóinu sem haldið var síðastliðinn fimmtudag. Allir voru klæddir í sitt fínasta púss og held ég að flestir hafi skemmt sér nokkuð vel.

Ég og Mads, ómótstæðileg að vanda
Lilja og Valþór í örstuttri pásu frá trylltum dansi


Heiða var ekki mjög ólík sjálfri sér þetta kvöld

Þorvaldur Kirstjánsson setti upp trefil frá árinu 1985 og dansaði frá sér allt vit

þá er nú ekki margt annað að segja í bili nema kannski að ég elska kúadóma.

Orð dagsins er: fritt

Orðið þýðir: vært, friðsamlegt/kyrrt

Dæmi: Fritt svaf Unnsteinn í sófa. Nú er ekki fritt veður.

16 janúar 2008

Ógnarlangur tími er liðinn

Komiði sæl
Sennilega hefur ekki farið framhjá mörgum að það er komið spánýtt ár, árið 2008. Hver hefði búist við því að þetta ár kæmi nokkurn tíma... ég áttaði mig á væntanlegri komu þess í fyrra. Fyrir þann tíma hafði ég bara ekki pælt neitt í því... en allavega það er hér.
Nema hvað.
Síðan síðast hefur eflaust margt merkilegt en ég man svo sem ekkert af því núna. Ég man reyndar að ég eyddi jólunum með föður mínum öldruðum og einnig áramótunum.

Pabbi á jólunum

Kom svo á Hvanneyri þann 6. janúar. Þá var kominn nýr íbúi á Árgarð í stað Boggu, Helga María... nú eru liðnir réttir 10 dagar og ég hef þegar vanist henni ágætlega.
Nú eru stórviðburðir í nánd s.s. afmæli fjölda fólks og hin stórmagnaða Hreðjarsferð. Helstu afmæli eru: afmæli Helgu Maríu á morgun (17. janúar),

Helga á spjalli við Maríus í Hreðjarsferð í janúar 2007

afmæli Bergþóru á föstudag (18. janúar),

Bergþóra (nær) og Vala í Mexíkó 2005

afmæli mömmu gömlu (25. janúar)

Mads og mamma á þorrablóti í janúar 2007

og svo afmæli Birtu (9. febrúar).

Helga, Birta og Mads á barnum í haust

Hreðjarsferðinni er heitið á Strandir og í Dali og er gert ráð fyrir geypilegu fjöri.
Þar til næst, verið æst (haha aulalegur orðaleikur)


Orð dagsins er: Svás (skáldamál)
Orðið þýðir: hlýr, blíður, kær, viðfelldinn/þægilegur, ljúffengur.
Dæmi: Jakkinn er svás. Mads er mér svás. Pottrétturinn var svás.