Hér má lesa rugl eftir mig

30 maí 2008

30. maí

Gúten tag
Nú er maí að verða búinn, sem sagt, sumarið er svo gott sem komið. Síðustu 3 vikurnar var ég heima í Arnarholti í sauðburði og gekk það vel.

Gríma með lömbin sín, gráa gimbur og svartbotnóttan hrút.

Golsa (ærin mín) með sín afkvæmi, gráan hrút og grágolsótta gimbur.

Heimóarnir Belgur og Kríla

Það er svo helst í fréttum að bifreið mín fögur af Daihatsu Rocky gerð hefur verið sett á eftirlaun. Arftaki Rockys er að sjálfsögðu eftirbátur hans um fegurð, glæsileika, reynslu og um fram allt sál en engu að síður margfalt kraftmeiri, rúmbetri, hljóðlátari og hraðskreiðari. Arftakinn var tekinn í reynsluakstur inn á afrétt núna á miðvikudaginn og fór það vel.

Arftaki Rocky (Landcruiser 90 LX) staddur í Sultarkrika við Sandá. Bláfell í baksýn.
Í þessa reynsluakstursferð fórum við systkinin úr Arnarholti og höfðum með í för sívinsælan harðfisk, smér og kókómjólk.




Teitur og Bjarni í einum hellanna í Hellragili, skömmu síðar var harðfiskurinn tekinn upp.

Nú er ég svo snúin aftur á Hvanneyri til að útskrifast, stunda almennan ólifnað og vinna. Hér á að halda til í allt sumar og því eru hingað komnir allir mínir hestar auk hestanna hans Mads og Krónu - sem er gott.

Móðir Krónu, Kolbrún frá Flesjustöðum, mátar forláta kliftöskur.

Orð dagsins er: Flapalegur

Orðið þýðir: að vera hirðulaus um klæðaburð og framkomu.

Dæmi: Jafnan er ég fremur flapaleg. Forsetinn var flapalegur í heimsókn sinni til Melrakkasléttu.

02 maí 2008

Áfangi?

jæja gott fólk, ég er búin að fara í síðasta prófið og skila BS-ritgerðinni.


Nú dettum við í það!

Orð dagsins er: fyllerí

Þýðing: veruleg áfengisneysla. mikil ölvun.

Dæmi: Hvanneyringar fóru á fyllerí. Mikið fyllerí var þetta kvöld.