Hér má lesa rugl eftir mig

19 nóvember 2007

Gleðistundir

Gott kvöld (af því að það er kvöld hjá mér sko)

Nú er komið að því að ég skrifi aðeins hér og er ærin ástæða fyrir því; nýliðnir atburðir í skemmtanalífinu.

Á föstudaginn var haldið hrútauppboð þar sem boðinn var upp Hreðjar V. Hreðjar þessi er myndarskepna og spök og ekki spillti fyrir að stjórn hrútavinafélagsins Hreðjars var búin að bursta og ,,effola" gripinn (effol er efni sem notaðar er í fax og tagl hrossa til að gefa gljáa).

Uppboðið í undirbúningi, verið að hella í glösin og skera hangiketið

Ragnheiður Másdóttir frá Háholti hrútahvíslari með Hreðjar V


Met fjöldi hluta var seldur eða yfir 200 sem þýðir að hrútavinafélagið veður í peningum - sem er ljómandi gott. Að vanda fóru svo allir á barinn eftir uppboðið og héldu áfram drykkju og voru sumir fyllri en aðrir.

Á laugardag var svo komið að því, árshátíð. Undirbúningurinn var búinn að vera strembinn, skreytingar, upptökur, reddingar og ýmislegt fleira sem óhjákvæmilega fylgir svona heimsviðburðum. Mads komast að því, sér til mikillar gleði á föstudagskvöld að hann komst enn í jakkafötin og það meða góðu móti og ég var búin að sannfæra Boggu um að hún gæti vel lánað mér eitthvað að vera í.

Kvöldið hófst svo með bolludrykkju heima hjá Birtu og Helgu - það var ljómandi gott. Síðan var haldið með rútu upp í Brautartungu í Lundarreykjadal.

Rútubílstjórinn okkar í ,,miðrútunni"

Þegar komið var á staðinn uppúr klukkan 19:40 var byrjað að berjast um borð en ekki var skipað í sæti af hálfu nefndarinnar að þessu sinni. Fólk lennti út um hvippin og hvappinn og ekki endilega með þeim sem ætlað var en sem betur fer urðu ekki úr því slagsmál eða neitt meiriháttar. Því næst var ætlunin að borðhald hæfist en vegna einhvers misskilnings varðandi eldunaraðstöðu á staðnum og seinkaði matnum nokkuð. Því varð að drepa tímann.

Veislustjórinn, Jón í Mófellstaðakoti (Jón í Mófó) talaði og söngFormaður skólafélagsins, Vignir, talaði


Maggi frá Stóru-Ásgeirsá söng svo ,,kremkex" með Bjarna Arnar sem bakrödd

Siggi frá Kúskerpi flutti svolítinn leikþátt ásamt Símoni þar sem eftirminnilega var hermt eftir hrút, byssuskoti og fleiru. Svo átti að sýna vidoin góðu sem tekin höfðu verið upp fyrir árshátiðina með ærnu veseni. En ekki var það til í að virka sem skildi, DVD spilarinn vildi ómögulega spila diskinn og allt í volli svo ekkert varð úr því í bili. En svo kom maturinn loksins klukkan 21: 30 allir voru að verða hungurmorða og pissfullir svo maturinn rann oní liðið á svipstundu.

Borðfélagar okkar Guffa og Bidda systir voru í gífurlegu stuði

Eftir matinn var svo komið að því að flytja restina af skemmtiatriðunum og stóð sú rest saman af Magga frá Ásgeirsá og videóunum sem ekki vildu spilast fyrr um kvöldið. Vesenið út af videóunum fór næstum út fyrir öll velsæmismörk en sem betur fer voru þau nægilega fyndin til að það borgaði sig.

Þetta er nú lélegt video sem slíkt en hljóðin eru það sem á að komast til skila.

Kvöldið endaði svo með brjáluðum dansi við undirleik Veðuguðanna.

Steingrímur gerði sér lítið fyrir og setti sig í sinn alkunna töffaragír

Sveinn snéri Elvu Dögg eins og enginn væri morgundagurinn
Silja, Eiríkur og María áttu hreinlega dansgólfið á tímabili enda um gríðarlega öflugt þríeyki að ræða

Einar afmælisdrengur (18. nóv) með nýja afmælissixpensarann

Mál er manna að þetta hafi þrátt fyrir allan seinagang og vesen verið gífurlega góð árshátíð og er ég hjartanlega sammála því enda átti ég þátt í skipulagningu hennar þó svo að skemmtanastjórinn, Birta, hafi að sjálfsögðu borið hitann, þungann og mest allar áhyggjurnar af þessu öllu saman.

Orð dagsins: Brennivínsæði Þýðir: geðtruflanir af völdum langvarandi áfengisneyslu (delerium tremes). Dæmi: Búast má við hrinu af brennivínsæði á Hvanneyri á næstu dögum eftir árshátíðarhelgina.