Hér má lesa rugl eftir mig

26 mars 2009

blog póst

Jæja... langt síðan maður
Í ljósi þess að ég sit heima með stíflu í helstu göngum höfðusins -vinstra megin - hef ég ákveðið að blogga.
Það er náttúrulega frá ótal mörgu að segja - nei samt ekki... eiginlega ekki nokkrum hlut þannig að ég ætla bara að tala um eitthvað óvenjulegt, eða setja inn nokkrar ferskeytlur...

Já það er nú meira ástandið í þjóðfélaginu - ný ríkisstjórn, lesbískur forsætisráðherra, sköllóttur fjármála-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og menntamálaráðherra sem er svo ung að elstu menn gætu talið hana á grunnskóla aldri. Mér er satt best að segja alveg sama um þetta nema hvað ég nenni ekki þessu kosninga-fokki sem framundan er. Endalaus síbylja óþolandi frambjóðenda í útvarpi og sjónvarpi og ekki þverfótað fyrir auglýsingapésum með áprentuðum ógeðssmettum frambjóðendanna og innihaldslausum loforðum þeirra um bót og betrun - iss.

Sem betur fer er farið að styttast í sauðburðinn - ég er að verða æsispennt þrátt fyrir að sá tími muni óhjákvæmilega hafa í för með sér nætur með sundurslitnum svefni og tuð móður minnar.

Óðinn Gísla ógnarsvali,
óskaplega fríður.
Kerlingum í tugatali
tæki þetta flytur ljóð.

Núna bráðum þarf ég kannski að taka hlé út af kreppunni og tala við Snorra Sig. Ég er nefnilega búin að fá vinnu hjá honum og við þurfum að ræða hvað ég eig að gera og hvenær ég geti byrjað...

...............


Fór í viðtal... hvað haldiði að hafi verið þar annað en frambjóðendur - jakk...

jæja... nenni ekki að hafa orð dagsins