Af frægum og fallegum
Sælt verið fólkið
Í gærkvöldi var grímuball á Indriðastöðum. Þar var gríðarleg stemning en athygli vakti að þar var stórstjarnan Britney Spears sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið. Britney var á ferð með hel-mössuðum lífverði sínum Vöðva-Valla sem varði hana fyrir öllu óæskilegu áreiti skítugra sveitamanna.

Dans var iðkaður af miklum krafti og var margt glæsilegt sporið stigið við þau skelfilega slöppu lög sem Dj. Binni hristi framm úr erminni.

Færi ég UMSK II (umhverfisskipulag II) mínar bestu þakkir fyrir þessa ágætu skemmtun (nema rispuðu og lélegu diskana hans Dj. Binna) og einnig þeim sem ég hafði félagsskap af þarna um kvöldið.
Orð dagsins: Dyfringsháttur
Orðið þýðir: sljóleiki
Dæmi: Ofdrykkjumaðurinn sýndi töluverðan dyfringshátt eftir að hafa kastað upp í tíunda sinn.