Sjaldséðir eru hvítir hrafnar...
Komiði nú sæl.
Nú eru blessuð prófin búin og er það gott.
Það hefur nú lítið spennandi gerst síðan síðast... þó eitthvað þó það sé ekki endilega spennandi... Ég hef til dæmis afrekað að ná mynd af hrossinu nýkeypta, farið heim og skoðað ásteningslömb og í fyrrakvöld fór ég á karókíkvöld á barnum (en söng ekki).
Já einhver var að væla út meiri upplýsingar um Gand... Sökum míns gloppótta minnis man ég ekkert hvað faðir hans heitir en upplýsingarnar um móður hans eru þessar:
Glögg frá Gullberastöðum
- Faðir: Sindri frá Kjarnholtum
- Móðir: Lögg frá Krossi
- FF.: Kolgrímur frá Kjarnholtum
- MF.: Þokki frá Bóndhóli

Hér er fjallhesturinn verðandi í allri sinni dýrð. Með honum er móðir hans.
En já... um síðustu helgi skruppum við Mads svo heim í Arnarholt. Þar voru náttúrulega allir í banastuði að vanda, bæði menn og skepnur. Ásetningurinn var kominn á hús og leit bara ágætlega út.
Nýkeyptar ásetningsgimbrar úr Öræfum. Bletta og Sletta Blettsdætur.
Hesturinn minn bar að vanda af hinum í stóðinu.
En síðastliðinn fimmtudag var karókí á barnum. Gífurleg stemmning og ógurlega mikið af fólki.
Allir gerðu sig eins myndarlega og þeim frekast var unnt líkt og sjá má.
Sigga og Bogga voru fyrstar á dagskrá.
Mads með hvíta hrafninum sem þarna var staddur.
Jæja, nóg í bili.
- Orð dagsins: Ve (HK)
- Orðið þýðir: eymd, kveinan.
- Dæmi: Upphófst mikið ve er þyngarstuðullinn var reiknaður. Mikið ve er þynnka.