Janúar að klárast
Jæja, nú er janúar alveg að klárast.
Þetta er nú búinn að vera meiri mánuðurinn - nýtt ár, engin icesave-lög, hellingur af handbolta, rúv í enn hraðari niðurleið en áður, húsleit hjá Íslandspósti (aldrei að treysta póstinum) og ég veit ekki hvað og hvað - já og J. D. Salinger er dauður - hvar endar þetta eiginlega?.... vonandi í febrúar.
Jamm og já.
Ég skellti mér á vinnuvélanámskeið í vikunni. Þrír unaðsdagar á Flúðum með gistingu hjá föður mínum. Bráðum get ég þá löglega ekið dráttarvél - þ.e.a.s. þegar ég verð búin að taka verklegt próf. Jess.
Handboltakarlarnir okkar eru aðeins búnir að skána í áliti með árangri sínum þarna úti í útlöndum - jafntefli eru samt ekkert töff að mínu mati. Jamm og já...
Þorrablótið í Tungunum var á föstudaginn var (Bóndadag). Þar var glaumur og gleði og læt ég hér myndir lýsa stemmingunni fram að þeim tíma sem ég fór heim (eftir að hafa gert þessa klassísku hluti, drukkið ótæpilega og gubbað).








Jájá... þetta var nú skemmtileg sýning - þessar myndir og fleiri á myndasíðunni. Næst á dagskrá hjá mér sjálfri æsispennandi járninganámskeið núna um helgina og vonast ég til að geta lært margt og mikið af Lunddælska járningasnillingnum Sigurði Oddi.
yfir og út
Orð dagsins; síðkyssinn (lo)
orðið þýðir; seinn til kossa
Dæmi; ekki var Helga síðkyssin er hún hafði króað draumaprinsinn af.